Um helgina hélt Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur landsmót sitt á Patreksfirði. Þetta var fjórða landsmótið í mótaröð Sjól. Mótið gekk mjög vel. Blíðskaparveður báða dagana.
Á mótinu voru 17 keppendur á fimm bátum og alls veiddust 18,9 tonn. Þar af veiddi Jón Pétur RE 411 6,4 tonn með Skúla Má Matthíasson sem skipstjóra.
Skúli Már og Björg Guðlaugsdóttir voru aflahæst og Skúli Már einnig aflahæsti skipstjórinn á Jóni Pétri. Flestar tegundir fékk Guðmundur Skarphéðinsson, 6 tegundir, á Lóu KÓ 177 með Guðmund Svavarsson sem skipstjóra. Skúli Már veiddi stærsta fisk mótsins sem var 18,1 kg. þorskur. Flest stig til Íslandsmeistara fengu Skúli Már og Björg.
Tveir veiðimenn veiddu yfir 2 tonn sem telst ótrúlegur árangur á sjóstöng. Skúli Már veiddi 768 fiska sem vógu 2.221 kg og og Pawel Szalas veiddi 696 fiska sem vógu 2.076 kg. En mótið stóð yfir í tvo daga og veitt í 7 tíma fyrri daginn og 6 tíma seinni daginn.
Skúli Már leiðir karla keppnina með 731 stig, Pawel er næstur með 698 stig og þá Sigurjón Már Birgisson með 689 stig.
Björg leiðir kvenna keppnina með 712, Sigríður Rögnvaldsdóttir er næst með 673 stig og þá Vilborg Hreinsdóttir með 655 stig.
Skoða má úrslitin nánar í mótskerfi Sjól. > mot.sjol.is
Fleiri myndir eru á Facebooksíðu Sjól. > facebook.com/sjostong