Kæru félagsmenn og aðstandendur
Nú fer veiðiárið 2025 senn að ljúka og öll Íslandsmeistaramót afstaðin og innanfélagsmótin á lokasprettinum. Heilt yfir hefur veiðitímabilið verið eins og best verður á kosið þar sem veður, veiði, tegundir og góða skapið var ávallt til staðar á mótum sumarsins.
Krýning á Íslandsmeistara sjóstangaveiðifélaga 2025 verður haldin á lokahófi Landsambands sjóstangaveiðifélaga laugardaginn 4. október í Höllinni, Grandagarða 18 (félagsheimili SJÓR), húsið opnar kl. 18:00 og borðhald hefst kl. 19:00.
Dagskrá kvöldsins verður leikin af fingrum fram með kvöldverði, tónlist og verðlaunaafhendingu.
Boðið verður upp á óáfenga drykki og þurfa gestir því að koma með eigin gleðivökva.
Miðaverð er 10.000 kr., og félögin greiða það til SJÓL fyrir sína félagsmenn. Félagsmenn eru hvattir til að tilkynna þátttöku til formanna sjóstangaveiðifélaganna sem sjá um að tilkynna fjölda gesta og greiðsluskil til SJÓL fyrir umræddan fjölda.
Við hvetjum alla til að mæta og eiga góða stund saman.
Með vinsemd og virðingu, Stjórn SJÓL
Formannafundur félaga innan SJÓL verður einnig haldinn 4. október kl. 11:00 í Höllinni að Grandargarði 18, 101 Reykjavík samkvæmt lögum SJÓL 9. gr. liður 6.
Fundurinn er opinn félagsmönnum til áheyrnar en þeir hafa ekki rétt til þess að tjá sig á meðan fundinum stendur.